Fréttir
  • Fiskmarkadur_reisugilli_20210917

Tækifæri fyrir Vestfirði

Á gamlársdag voru undiritaðir samningar milli Örnu ehf., Fiskmarkaðs Vestfjarða hf., Arctic Odda ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um fyrirhugaða lóðaúthlutun við Brimbrjótsgötu.

Fiskmarkaður Vestfjarða hefur selt nýbyggingu sína við Brimbrjótsgötu í Bolungarvík til Arctic Odda og með samningnum hefur Fismarkaðurinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu Örnu og samdist á milli fyrirtækisins og bæjarins að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Artic Oddi fyrirhugar að setja upp laxasláturhús í nýbyggingunni sem Fismarkaðurinn hefur þegar látið reisa en reisugilli hússins var 17. september 2021.

Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi.

Bæjaryfirvöld líta á þessa samninga sem skref í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Uppbygging fiskeldis er tækifæri fyrir alla Vestfirðinga.