Fréttir
  • Hóll

Tillaga að deiliskipulagi fyrir urðunarstað að Hóli

Bæjarráð Bolungarvíkur, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum 9. ágúst 2017 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir urðunarstaðinn að Hóli samkvæmt 1. mgr.  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, samkvæmt 7. grein laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Bolungarvíkur 2008-2020 og tekur til urðunarstaðar fyrir óvirkan úrgang auk núverandi vatnshreinsitöðvar. Deiliskipulagið tekur mið af staðháttum, svo sem nálægð við byggð, minjar, lífríki og landslagi. 

Markmið deiliskipulagsins er að framlengja nýtingu urðunarstaðarins á Hóli til takmarkaðs tíma eða þar til viðunandi lausn finnst fyrir meðhöndlun óvirks úrgangs af svæðinu. Einnig er markmiðið að auka svigrúm fyrir núverandi vatnshreinsistöð.

Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is frá og með 22. ágúst 2017 til og með 4. október 2017.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 4. október 2017.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofuna í Bolungarvík, Ráðhúsinu Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík eða á netfangið byggingarfulltrui@bolungarvik.is. 

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.