Hreystivöllur
Hreystivöllur var formlega tekinn í notkun á 15 ára afmælishátíð Heilsubæjarins Bolungarvík í september 2015.
Aldurstakmark á hreystivöllinn er 8 ára og þurfa yngri börn að vera í fylgd með fullorðnum.
Þrautirnar reyna á allan líkamann og er völlurinn uppbyggður á þann hátt að tveir notendur geta farið í gegnum þrautirnar í einu.
Röð þrauta og reglur eru sýnd á skiltum á myndrænan hátt.
Völlurinn er hannaður af Andrési Guðmundssyni kraftlyftingakappa en hann hefur staðið fyrir skólahreysti-keppnum í grunnskólum landsins.
Hreystivöllurinn er staðsettur við Grunnskóla Bolungarvíkur.